Stoltur að vera við hlið Guðna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2018 08:30 Birkir Már Sævarsson. vísir/Vilhelm Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson komst í góðra manna hóp um helgina er hann lék 80. landsleik sinn fyrir hönd Íslands í 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Með því komst hann upp að hlið formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, í 4. sæti yfir flesta landsleiki fyrir hönd karlaliðs Íslands. Aðeins þrír leikmenn eiga fleiri leiki, Rúnar Kristinsson er enn leikjahæstur með 104 leiki en Hermann Hreiðarsson (89) og Eiður Smári Guðjohnsen (88) eiga enn nokkra leiki á Birki. Liðsfélagar hans, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru ekki langt undan með 78 leiki en þeir ná Guðna á meðan á heimsmeistaramótinu stendur spili þeir leikina tvo sem eftir eru í riðlakeppninni. Sjálfur sagðist Birkir ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. „Ég er alveg ótrúlega stoltur að vera hluti af þessum hóp og að heyra af þessu, að ég sé kominn upp að hlið Guðna Bergssonar er lyginni líkast. Ég vissi það í raun ekki,“ sagði Birkir og hélt áfram: „Maður hugsaði aldrei út í þetta en ég er ótrúlega stoltur af því að heyra þetta. Þetta sýnir hvað maður getur farið langt á mikilli vinnu og metnaði, ég er ekkert hæfileikaríkasti maðurinn á þessu móti en þetta sýnir hvað er hægt að uppskera. Maður er búinn að gefa allt í að bæta sig sem fótboltamaður.“ Hann vildi ekki gefa út nein markmið um hversu hátt hann ætlaði að komast. „Við sjáum til, ég er bara glaður á meðan ég fæ leiki með þessum hóp, þetta er frábær klúbbur að vera í og ég gæti ekki verið stoltari.“ Hann segir að þeir hafi ekki mikinn tíma til að dvelja við það að hafa náð jafntefli gegn Argentínu. „Við fórum yfir Argentínuleikinn kvöldið eftir og honum lokað. Þá komum við okkur niður á jörðina og færðum einbeitinguna yfir á næsta leik,“ sagði Birkir en hann fékk það verkefni að stöðva Angel Di Maria, leikmann PSG, sem hefur einnig leikið með Real Madrid og Manchester United. „Ég upplifði ekki hræðslu í leiknum sjálfum, í aðdraganda mótsins var svolítið yfirþyrmandi að hugsa út í gæði þeirra en þegar komið er inn á völlinn þá hugsar maður bara að þetta sé fótboltaleikur milli tveggja liða, ellefu á móti ellefu,“ sagði Birkir sem hafði Di Maria í vasanum þar til honum var skipt af velli. „Maður var greinilega að gera eitthvað rétt fyrst hann var tekinn snemma út af,“ sagði Birkir sem fékk ferska fætur inn í stað hans. „Það er oft erfitt fyrir okkur bakverðina, við fáum ferska fætur inn og þurfum að takast á við það en mér fannst það ganga ágætlega.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar Íslenska landsliðið fékk einkasýningu frá vinsælasta uppistandshóp Íslands. 20. júní 2018 07:15