Kveiktu í farþegaflugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 07:13 Mótmælendur vilja að forsætisráðherra landsins segi af sér. Guardian Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu. Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu.
Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira