Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 20:30 Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira