Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 10:31 LÍ lýsir yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Vísir/getty Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu. Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.
Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00