Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 15:30 Sían góða gerir Alþingismönnum kleift að öðlast vinnufrið fyrir veip-póstum sem nú rignir yfir þá í vaxandi gríð og erg. Vísir/Getty Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst, Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum. Mikill fjöldi, sem sennilega hleypur á hundruðum, hefur í dag áframsent skilaboð til þingmanna og stjórnmálaflokka þar sem svokölluðu veipfrumvarpi er mótmælt harðlega. Skilaboðin innihalda öll meira og minna sama texta og hafa borist bæði á samfélagsmiðlum og í hefðbundnum tölvupósti það sem af er degi.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir á Facebook það þetta hafi neytt þingmenn til að búa til sérstakar síur í pósthólfum sínum sem útiloki alla pósta sem innihalda orð á borð við „veip“ og „vape“. Segir Helgi að vegna umfangs póstanna geti þingmenn ekki lengur sinnt skyldum sínum nema með því að sía út allt sem þeim berist um rafrettur. Vegna þessarar síu séu allar líkur á að þingmenn missi af því ef einhver sendir þeim efnislegan póst um veipmálið úr þessu. Allt grafist þetta undir endalausum fjölpósti um málið frá rafrettu-vinum. Helgi segir það vissulega skiljanlega hugmynd að reyna að fanga athygli ráðamanna með þessum hætti og efast ekki um að fólki gangi gott eitt til. Hugmyndin sé engu að síður slæm þar sem hún dragi úr getu þingmanna til að kynna sér efnið og afli málefninu sjálfu engan stuðning. Hóp-póstar sem þessir skemmi fyrir öllum, bæði þingmönnum sem séu að reyna að vinna sína vinnu og þeim sem þurfi að koma upplýsingum til þingmanna um málefnið sem póstarnir fjalla um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur pósturinn um veipfrumvarpið einnig verið sendur ítrekað á Facebook síður allra helstu stjórnmálaflokka í dag. Einn þeirra sem stóð í slíkum sendingum sagðist enn engin svör hafa fengið að Pírötum undanskildum. Píratar lögðu fram sitt eigið frumvarp um rafrettur í fyrra sem er efnislega í mikilli andstöðu við þær takmarkanir sem koma fram í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Sem fyrr segir eru bréfin flest eins en með smávægilega breyttu orðalagi, textinn er svohljóðandi:Góðan dag.Ég vil koma því á framfæri við ykkur að þeir flokkar sem kjósa með vape frumvarpinu eiga ekki möguleika á mínu atkvæði í næstu kosningum.Ég get ekki réttlætt það að kjósa flokk sem berst á móti bættri heilsu og skaðaminnkandi leið fyrir reykingarfólk. Hvað þá flokk sem ræðst með þessum hætti að frelsi einstaklingsins og gerir það að engu.Virðingarfyllst,
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. 6. júní 2018 06:00