Eitraðir málmar finnast í rafrettum Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:35 Rannsakendur gerðu prófanir á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum. Vísir/getty Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér. Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér.
Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00