Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vonast til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Vísir//Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30