Fótbolti

Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifa
Strákarnir okkar taka á því undir stjórn Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfara.
Strákarnir okkar taka á því undir stjórn Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfara. vísir/vilhelm

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfðu á Volgograd Arena í Volgograd í hádeginu að rússneskum tíma en annað kvöld mæta þeir Nígeríu í öðrum leik liðsins á HM 2018 í Rússlandi.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með á æfingunni vegna meiðsla og er sama og öruggt að hann verður ekki með á morgun sem er mikil blóðtaka fyrir liðið. Jóhann Berg sat á bolta á æfingunni í dag og fylgdist með.

Okkar menn byrjuðu á styrktaræfingu með Þjóðverjanum Sebastian Boxleitner sem stýrir þeim hluta æfinga íslenska liðsins en þar fengu okkar menn að hoppa í hitanum við ána Volgu sem rennur við völlinn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var við grasið á vellinum í hádeginu og myndaði strákana okkar. Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar.

Heimir hefur ekkert talað við Lars

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.