Fótbolti

Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Tökuliðið sem fylgir strákunum eftir er í bölvuðu basli í rigningunni en Sebastian Boxleitner gerir allt klárt fyrir styrktaræfingar dagsins.
Tökuliðið sem fylgir strákunum eftir er í bölvuðu basli í rigningunni en Sebastian Boxleitner gerir allt klárt fyrir styrktaræfingar dagsins. vísir/tomS

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfa í heimasveit í Kabardinka klukkan 11.00 að rússneskum tíma en þeir lentu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir tapið gegn Nígeríu.

Veðurfar í Kabardinka hefur frábært allan tímann á meðan dvöl strákanna hefur staðið yfir en einu sinni skellti á rigningu með þrumum og eldingum en það var síðdegis og truflaði æfingu okkar manna ekkert.

Það er algjört skýfall í Kabardinka og einnig heyrist í þrumum en Heimir Hallgrímsson virðist það ekkert láta á sig fá og er byrjað að stilla upp fyrir æfingu dagsins. Íslendingar auðvitað vanir því að æfa í allskonar veðri.

Óvíst er hversu margir taka þátt í æfingunni í dag en daginn eftir síðasta leik voru þeir Gylfi, Aron og Jóhann Berg eftir upp á hóteli í meðhöndlun og aðrir tóku minna á því á æfingasvæðinu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.