Fótbolti

„Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Ég er að koma að hefna fyrir tapið!
Ég er að koma að hefna fyrir tapið! vísr/getty
Milan Badelj, miðjumaður króatíska landsliðsins í fótbolta, vill launa Íslendingum tapið á Laugardalsvelli síðasta sumar þar sem að strákarnir okkar komu sér í bílstjórasætið í riðli liðanna í undankeppninn HM 2018.

Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina markið í blálokin eftir frábærlega útfærðan leik íslenska liðsins. Það endaði svo með því að vinna riðilinn en Króatía þurfti að fara umspilsleiðina til Rússlands.

„Við höfum oft mætt Íslandi. Við þekkjum þá vel og þeir þekkja okkur út og inn. Þeir eyðilögðu sumarfríið okkar og veisluhöldin með þessum sigri í jún í fyrra,“ sagði Badelj á blaðamannafundi króatíska liðsins í Rostov í kvöld.

„Ég hlakka til að spila leikinn á morgun. Ég er viss um að við getum fundið leið til að vinna og borga fyrir tapið í Reykjavík í fyrra,“ sagði Milan Badelj.

Ísland þarf sigur í leiknum annað kvöld til að komast áfram en það gæti svo ekki dugað ef illa fer í leik Argentínu og Nígeríu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×