Ekki hægt að trufla Heimi því hann er ekki með kveikt á símanum Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 15:30 Heimir Hallgrímsson virðist geta haldið uppi vestum með mættinum einum saman. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn