Síðasti möguleiki gullkynslóðarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 14:00 Luca Modric. Vísir/EPA Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan 1998 eru Króatar komnir í 16-liða úrslit á heimsmeistaramóti. Króatía gerði nóg til að vinna Nígeríu 2-0 í fyrsta leik sínum en rúllaði svo yfir Argentínu, 3-0, í öðrum leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir hlé settu Króatar í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk. Með sigrinum tryggði Króatía sér sæti í 16-liða úrslitum og liðið er svo gott sem búið að vinna D-riðilinn. Einhverjar hamfarir þurfa að eiga sér stað til að það gerist ekki. Króatar munu því nýta tækifærið gegn Íslendingum og hvíla lykilmenn í kvöld. Króatía sló í gegn á fyrstu tveimur stórmótunum eftir að landið fékk sjálfstæði. Króatar komust í 8-liða úrslit á EM 1996 og unnu brons á HM tveimur árum síðar. Frammistaðan á stórmótum síðan hefur hins vegar valdið vonbrigðum. Króatía komst í 8-liða úrslit á EM 2008 og 16-liða úrslit á EM 2016 en hefur annars alltaf fallið út í riðlakeppninni. Mannskapurinn og hæfileikarnir hafa aldrei verið vandamál hjá Króatíu og eru það svo sannarlega ekki núna. Í leiknum gegn Argentínu voru leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus, Liverpool, Inter og Atlético Madrid í byrjunarliði Króatíu. Stærstu stjörnurnar verða hvíldar gegn Íslandi en það eru engir aukvisar sem koma inn. Og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir séu traustsins verðir. Líkt og íslenska liðið er það króatíska í eldri kantinum. Til marks um það var meðalaldur byrjunarliðsins gegn Argentínu næstum því 29 ár. Og kynslóðin frábæra sem kom fram á EM 2008 er því að renna út á tíma. Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic hafa unnið allt sem hægt er að vinna með sínum félagsliðum en árangurinn með landsliðinu er heldur fátæklegur. Hluti ástæðunnar er að það hefur gengið erfiðlega að finna rétta þjálfarann fyrir þennan hóp. Síðan Slaven Bilic hætti eftir EM 2012 hefur Króatía haft fjóra þjálfara. Sá sem er nú við stjórnvölinn, Zlatko Dalic, var ráðinn rétt fyrir leikinn mikilvæga gegn Úkraínu í undankeppni HM og tókst ætlunarverkið; að koma Króötum til Rússlands. Dalic hefur gert vel hingað til en það ber að hafa í huga að Ante Cacic stýrði Króötum til sigurs í öllum leikjunum í riðlakeppni EM 2016 áður en liðið féll úr leik fyrir Portúgölum í 16-liða úrslitum. Það er því ekkert í hendi enn. Reynslan hefur kennt króatíska liðinu það.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira