Fótbolti

Lukaku í vandræðum og spilar mögulega ekki gegn Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í leiknum gegn Túnis fyrr í vikunni.
Lukaku í leiknum gegn Túnis fyrr í vikunni. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United og belgíska landsliðsins, er að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir næsta leik Belga.

Belgar mæta Englendingum í lokaleik G-riðils á fimmtudaginn en sigurliðið vinnur riðilinn. Liðin eru með jafn mörg stig og markatalan er eins eftir tvo leiki.

Lukaku hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum en hann fór í myndatöku varðandi liðböndin á vinstri fæti eftir leikinn gegn Túnis.

Hann æfði ekki með liðinu í morgun og Roberto Martinez, þjálfari Belga, segir að það taki einn til tvo daga fyrir Lukaku að ná fullri heilsu.

Spilað verður í Kalinigrad leikvanginum á fimmtudaginn og flautað verður til leiks klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×