Fótbolti

Níu breytingar á liði Króata | Modric spilar

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Luka Modric er stórkostlegur miðjumaður.
Luka Modric er stórkostlegur miðjumaður. vísir/getty
Eins og við var búist gera Króatar talsverðar breytingar á liði sínu en þeirra aðalstjarna, Luka Modric, er engu að síður í liðinu.

Króatar gera hvorki fleiri né færri en níu breytingar á leiðinu. Aðeins Modric og Ivan Perisic eru í liðinu sem spilaði síðast gegn Argentínu.

Þeir skipta meira að segja um markvörð því Danijel Subasic er kominn á bekkinn fyrir Lovre Kalinic, markvörð Gent.

Þetta eru samt engar smá kanónunar í liði Króata enda með gríðarlega breiðan og öflugan hóp. Á meðal þeirra sem detta út eru kempur eins og Ivan Rakitic, Mario Mandzukiv og Dejan Lovren.

Hér má sjá liðin í dag.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×