Fótbolti

Neuer: Áttum ekkert meira skilið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þjóðverjar hafa kvatt HM í Rússlandi
Þjóðverjar hafa kvatt HM í Rússlandi vísir/getty
Heimsmeistarar Þýskalands yfirgefa Rússland með skottið á milli lappanna eftir að hafa hafnað í neðsta sæti F-riðils eftir 2-0 tap gegn Suður-Kóreu í lokaumferðinni í gær.

Þjóðverjar hófu mótið á að tapa verðskuldað gegn Mexíkó en unnu svo dramatískan sigur á Svíþjóð í öðrum leik þar sem frammistaða heimsmeistaranna var hreint ekki sannfærandi.

Neuer viðurkennir að liðið hafi aldrei náð neinum takti í mótinu og eigi ekkert annað skilið en að yfirgefa keppnina.

„Við höfðum þetta í okkar höndum en klúðruðum þessu. Við áttum ekki skilið að fara lengra,“ sagði Neuer í leikslok í gær.

„Þetta er mjög svekkjandi. Við stóðum ekki undir væntingum í neinum leik. Við þurfum að greina þetta. Í öllum þremur leikjunum litum við ekki út eins og þýskt landslið. Það var engin ástæða fyrir önnur lið að óttast okkur,“

 

„Ef við hefðum komist áfram hefðu örugglega öll liðin viljað mæta okkur í 16-liða úrslitum. Enginn óttast lið sem sýnir af sér svona frammistöður,“ sagði Neuer hreinskilinn.

 


Tengdar fréttir

Löw: Áttum ekki skilið að fara upp úr riðlinum

Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði vonbrigðin gríðarleg eftir að Þýskaland féll úr leik á HM í Rússlandi. Hann vildi ekki svara spurningum um framtíð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×