Bílarnir nánast hurfu af götum borgarinnar þegar leikir Íslands fóru fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 14:25 Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric að loknum leik Íslands og Króatíu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira