Fótbolti

Svona líta 16-liða úrslitin út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi mætir Frökkum í 16-liða úrslitum
Messi mætir Frökkum í 16-liða úrslitum vísir/vilhelm
Nú er riðlakeppninni á HM í Rússlandi lokið, en síðustu leikir hennar fóru fram í kvöld. Það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum.

Morgundagurinn er frídagur á HM þar sem enginn leikur fer fram. 16-liða úrslitin hefjast svo á laugardag með tveimur leikjum.

16-liða úrslitin byrja með látum, því fyrsti leikurinn er viðureign Frakklands og Argentínu. Argentína hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi á mótinu og munaði minnstu að Ísland væri á leið í þennan leik en ekki Argentína. Liðið er þó gríðarsterkt og með einn besta leikmann fótboltasögunnar innanborðs. Frakkar eru einnig með frábært lið og töpuðu ekki leik í riðlakeppninni.

Margar aðrar stórar viðureignir fara fram í 16-liða úrslitunum, til að mynda leikur Brasilíu og Mexíkó og Úrúgvæ og Portúgal.

16-liða úrslit HM:

Laugardagur 30. júní:

14:00 Frakkland - Argentína

18:00 Úrúgvæ - Portúgal

Sunnudagur 1. júlí:

14:00 Spánn - Rússland

18:00 Króatía - Danmörk

Mánudagur 2. júlí: 

14:00 Brasilía - Mexíkó

18:00 Belgía - Japan

Þriðjudagur 3. júlí:

14:00 Svíþjóð - Sviss

18:00 Kólumbía - England



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×