London og Liverpool verða rauð Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 08:30 Rauðu liðin fögnuðu í gær vísir/getty Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira
Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira