Kim mættur til Singapúr Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 08:48 Kim Jong-un á flugvellinum í Singapúr. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira