Pútín tilbúinn í fund með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 12:26 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála. Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála.
Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent