Fótbolti

„Þau telja oft ansi mikið fyrstu kynnin“

Arnar Björnsson í Gelendzhik skrifar
Heimir Hallgrímsson kann vel að meta gestrisni heimamanna.
Heimir Hallgrímsson kann vel að meta gestrisni heimamanna. Vísir/Vilhelm
„Völlurinn er mjög góður en orðinn skraufþurr í lok æfingar, það gerist nokkuð hratt hérna að hann þorni upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari eftir fyrstu æfingu landsliðsins hér í Gelendzhik.

„Við erum mjög hrifin af því sem Rússarnir hafa gert. Sérstaklega þessi bær, þetta voru rústir einar fyrir ári. Hér er allt til fyrirmyndar og borgaryfirvöld hafa lagfært það sem við báðum um. Við getum ekki verið annað en ánægðir með það sem við sjáum svona við fyrstu kynni. Þau telja oft ansi mikið fyrstu kynnin.“

Það er ekki annað hægt að segja en að þið hafið fengið höfðinglegar mótttökur?

„Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar.“

Heimir segir mótttökurnar hafa verið góðar.  

„Bæjarstjórinn hefur sagt það við okkur að þeir vilji allt fyrir okkur gera. Ég vona að við verðum þeim og okkur Íslendingum til sóma og við getum átt góð samskipti hérna. Ég veit að þeir eru búnir að leggja mikið á sig eins og þú sérð þegar þú labbar um bæinn. Íslenski fáninn og myndir af íslensku leikmönnunum út um allt.  Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari.“

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×