Fótbolti

Tekjur brasilísku HM-faranna átta sinnum hærri en þeirra íslensku

Einar Sigurvinsson skrifar
Neymar er einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi.
Neymar er einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi. vísir/getty
Leikmenn brasilíska landsliðsins eru þeir tekjuhæstu á Heimsmeistaramótinu í sumar en íslenski landsliðshópurinn er í 24. sæti.

Á einu ári þéna leikmenn brasilíska landsliðshópsins samanlagt um 5,8 milljónir punda sem jafngildir um 826 milljónum íslenskra króna.

Næst á eftir Brasilíu koma leikmenn Spánar og í 3. sæti eru fyrstu mótherjar Íslands í Argentínu.

Íslenski HM-hópurinn er sá tekjulægsti af Evrópuþjóðum Heimsmeistaramótsins en íslensku leikmennirnir þéna þó fimm sinnum meira leikmenn Panama, sem eru þeir launalægstu á mótinu. Leikmenn Panama þéna um 150.000 pund á einu ári. Í íslenskum krónum jafngildir það 930 þúsund á hvern leikmann á ári.





Tekjur á leikmanna HM á einu ári í sterlingspundum:

1. Brasilía: 5.800.000

2. Spánn: 5.470.000

3. Argentína: 5.040.000

4. Belgía: 5.222.000

5. Frakkland: 5.210.000

6. Þýskaland: 4.870.000

7. England: 4.190.000

8. Portúgal: 3.680.000

9. Króatía: 2.580.000

10. Úrúgvæ: 2.470.000

11. Kólumbía: 1.890.000

12. Pólland. 1.690.000

13. Senegal: 1.670.000

14. Serbía: 1.620.000

15. Sviss: 1.600.000

16. Mexíkó: 1.570.000

17. Rússland: 1.400.000

18. Nígería: 1.380.000

19. Svíþjóð: 1.270.000

20. Danmörk: 1.220.000

21. Marokkó: 1.110.000

22. Japan: 1.030.000

23. Egyptaland: 850.000

24. Ísland: 740.000

25. Sádí-Arabía: 670.000

26. Ástralía: 650.000

27. Suður-Kórea: 640.000

28. Kosta Ríka: 630.000

29. Perú: 560.000

30. Túnis: 440.000

31. Íran: 360.000

32. Panama: 150.000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×