Fótbolti

Íslenskt rok í Kabardinka

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Víðir Reynisson, yfirmaður öryggismála, fer yfir stöðuna í morgun. Veggirnir komnir niður og þeim haldið með þungum steinum.
Víðir Reynisson, yfirmaður öryggismála, fer yfir stöðuna í morgun. Veggirnir komnir niður og þeim haldið með þungum steinum. vísir/hbg
Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag.

Svo mikið reyndar að það er búið að fella niður allar girðingar í kringum völlinn sem búið var að reisa. Það var allt að fjúka og rifna.

Aðstaða blaðamanna er í litlu þjóðhátíðartjaldi á vellinum og því verður lokað enda leikur þar allt á reiðiskjálfi.

Sólin skín samt og hitinn yfir 20 gráðurnar. Vindurinn verður því bara vinalegur minnismiði um heimahagana á eftir.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Eins og sjá má er hornfáninn nánast kominn í jörðina í rokinu.vísir/hbg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×