Fótbolti

Vieira ráðinn stjóri Nice

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. vísir/getty
Fyrrum fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá franska liðinu Nice.

Vieira, sem var hluti af hinu goðsagnakennda Arsenal liði sem tapaði ekki leik tímabilið 2003-04 í ensku deildinni, tekur við stjórn liðsins af hinum svissneska Lucian Favre. Favre tók við stjórn Borussia Dortmund í lok maímánaðar.

Frakkinn Vieira, sem spilaði með Manchester City, Inter Milan, Juventus, AC Milan og Cannes ásamt Arsenal á rúmum fimmtán ára leikmannafeli sínum, var ráðinn knattspyrnustjóri New York City í MLS deildinni í ársbyrjun 2016 og eyddi tveimur árum í Bandaríkjunum.

Hann var sterklega orðaður við sitt gamla félag Arsenal eftir að tilkynnt var um brotthvarf Arsene Wenger en félagið réð Unai Emery í hans stað.

Vieira tekur starfslið sitt með sér frá New York til Nice, aðstoðarþjálfaran Chrsitian Lattanzio og þjálfarana Kristian Wilson og Matt Cook.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×