Fjölmörg íslensk börn notið góðs af skóstærð og góðmennsku Birkis Bjarna Arnar Björnsson skrifar 11. júní 2018 23:00 „Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira