Enski boltinn

Stoke City keypti einn af mótherjum Íslands á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oghenekaro Etebo, númer 8, með félögum sínum í nígeríska landsliðinu.
Oghenekaro Etebo, númer 8, með félögum sínum í nígeríska landsliðinu. Vísir/Getty

Nígeríumaðurinn Oghenekaro Etebo spilar í Englandi á næsta tímabili en Stoke City keypti nígeríska landsliðsmanninn í dag.

Stoke City féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og spilar í b-deildinni næsta vetur.

Oghenekaro Etebo er 23 manna hópi Nígeríu á HM í fótbolta í Rússlandi og er því einn af mótherjum íslenska landsliðsins á mótinu. Ísland mætir Nígeríu í sínum öðrum leik sem fer fram 22. júní næstkomandi.

Stoke borgar portúgalska félaginu Feirense 6,35 milljónir punda fyrir þennan 22 ára miðjumann.

Oghenekaro Etebo hefur skorað eitt mark i fjórtán landsleikjum og kom það mark á móti Egyptalandi árið 2016.
Oghenekaro Etebo var á láni hjá spænska félaginu Las Palmas á nýlokinni leiktíð en hann fór til spænska liðsins í janúar.  

Hans besta staða er framliggjandi miðjumaður en hann getur líka spilað aftar á miðjunni sem og í bakverði.
Gary Rowett, knattspyrnustjóri Stoke, er ánægður með nýja leikmanninn.

„Etebo er mjög hreyfanlegur og orkumikill leikmaður sem er á frábærum aldri. Hann hefur spilað í efstu deild í Portúgal og á Spáni og svo er hann auðvitað á leiðinni á HM með Nígeríu sem verður stórkostleg lífsreynsla fyrir hann,“ sagði Gary Rowett.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.