Aron: Eigum að vinna svona lið með stærri mun á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 23:06 Aron skoraði fimm mörk í kvöld vísir/ernir Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30