Fótbolti

Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Þessi gestur naut blíðunnar á ströndinni þar sem finna má mikla afþreyingu fyrir unga sem aldna.
Þessi gestur naut blíðunnar á ströndinni þar sem finna má mikla afþreyingu fyrir unga sem aldna. Vísir/Vilhelm

Ef marka má fyrstu fimm dagana af veru íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í rússneska bænum Kabardinka er um að ræða ferðamannaparadís á jörð. Aðeins átta þúsund manns búa í bænum en stór hluti þeirra sem eru á ferð eru léttklæddir ferðamenn.

Frá því að landsliðið lenti á flugvellinum í Gelendzhik á laugardaginn hefur sólin skilið og hitinn verið mikill. Mest hefur hann farið í um 30 stig en yfirleitt verið hæst um 28 stig yfir daginn.

Það tekur orku að æfa í slíkum hita og það er mögulega ein ástæða þess að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gaf leikmönnum sínum frí í dag.

Hérna fer fólkið niður á strönd, kælir sig í Svartahafinu, liggur á bakkanum, skoðar auglýsingaskilit með Aroni Einari Gunnarssyni, keyrir um á eldgamalli fjólublárri Lödu eða tekur sjálfur. Nóg er af afþreyingu niðri við ströndin þar sem auðvelt er að komast í tívolítæki, prófa þrautir og fá sér í gogginn.

Strákarnir hafa flestir kynnt sér bæinn í hjólatúr. Fimm leikmenn fóru með Magnúsi Gylfasyni, formanni landsliðsnefndar, í hjólatúr í gær og fleiri voru á ferðinni. Þjálfararnir tóku forskot á sæluna í fyrradag og tóku Frederik Schram með sér.

Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á göngu sinni niður á strönd.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.