Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2018 14:36 Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“. Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
„Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að víka Páli úr fulltrúaráðinu. Var það gert vegna framgöngu Páls í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur sem var áður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fór ekki vel í Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og var Páll tekinn var úr fulltrúaráði flokksins í bænum á aukafundi í gærkvöldi en þar var framganga hans í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sögð vera fordæmalaus og að fulltrúaráðið gæti ekki litið á hann sem trúnaðarmann flokksins. Var lýst yfir vantrausti á hann og óskað eftir fundi með forystu flokksins en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtal við Fréttablaðið að hann muni ræða málið við sitt fólk. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur reynt að ná tali af Páli í morgun en án árangurs. Hann sendir Morgunblaðinu orðsendingu í dag þar sem hann segist hafa talið sig gæta best heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni í Vestmannaeyjum.Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna eftir að fallið var frá prófkjöri og ákveðið að stilla upp á lista. Íris Róbertsdóttir hafði kallað eftir prófkjöri og ákvað að gerast oddviti klofningsframboðsins Fyrir Heimaey. Páll sagði að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi verið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll í orðsendingunni. Hann segir flokkinn hafa klofnað í herðar niður í Eyjum og tapað öruggum meirihluta. Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum sé reynt að finna sök hjá öðrum að mati Páls. Hann segir það út af fyrir sig mannlegt en mikilvægt sé að finna leiðir til sátta „þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni“.
Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02 Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. 8. júní 2018 15:02
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02