Fótbolti

Twitter eftir þrennu Ronaldo: „Versta sem gat komið fyrir Ísland“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar jöfnunarmarkinu.
Ronaldo fagnar jöfnunarmarkinu. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals, var á allra vörum í kvöld er hann skoraði þrjú mörk fyrir Portúgal í 3-3 jafntefli liðsins gegn Spáni.

Leikurinn var fyrsti leikur beggja liða á HM í Rússlandi en leikurinn var stórkostleg skemmtun. Jöfnunarmark Ronaldo kom undir lok leiksins.

Ronaldo skoraði, eins og áður segir, þrjú mörk í leiknum en notendur Twitter voru virkir á meðan leik stóð og þá sér í lagi undir lok leiksins.

Menn höfðu orð á því að það versta sem gæti komið fyrir Ísland væri þessi þrenna Ronaldo því þá væri Lionel Messi enn meira klár í slaginn á morgun.

Við munum sjá til en brot af því besta af Twitter má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×