Þrjár breytingar frá liðinu sem byrjaði alla leikina á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 12:15 Leikmennirnir ellefu sem byrjuðu alla fimm leikina á EM 2016. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira