Aron: Nesi var frábær │Ánægður með formið sem ég er í Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:27 Aron Einar og Gylfi Þór Sigurðsson í leikslok Vísir/getty Aron Einar Gunnarsson var ánægður með stigið gegn Argentínu sem og formið sem hann er í, fyrirliðinn spilaði um 75. mínútur í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. „Klassa punktur,“ voru fyrstu orð fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í viðtali við RÚV í beinni útsendingu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik áður en Alfreð Finnbogason jafnaði fjórum mínútum seinna. „Þetta var brekka í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu sækja meira þá. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik en við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni og vorum of passívir.“ „Nesi [Hannes Þór Halldórsson] var frábær í dag. Þvílík spilamennska hjá Hannesi,“ sagði fyrirliðinn um markvörðinn sem varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta leikmanni heims. Aron Einar var að spila sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hann spilaði nær allan leikinn, var skipt út af á 76. mínútu. Hvernig er standið á fyrirliðanum? „Líkaminn er flottur. Lungun tóku smá tíma, var svolítið þurr í munninum fyrstu tíu mínúturnar. Náði að vinna mig hægt og rólega inn í leikinn og er mjög ánægður með hvernig formi ég er í.“ Ísland er komið með eitt stig í D-riðli en næsti leikur er á móti Nígeríu 22. júní. Strákarnir taka tvo daga í endurheimt og fara svo á fulla ferð að undirbúa sig fyrir þann leik. „Þetta setur tóninn en það er stórleikur eftir fimm daga á móti Nígeríu sem við þurfum að fókusa strax á því það er enn mikilvægari leikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var ánægður með stigið gegn Argentínu sem og formið sem hann er í, fyrirliðinn spilaði um 75. mínútur í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. „Klassa punktur,“ voru fyrstu orð fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í viðtali við RÚV í beinni útsendingu eftir leikinn. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik áður en Alfreð Finnbogason jafnaði fjórum mínútum seinna. „Þetta var brekka í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu sækja meira þá. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik en við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni og vorum of passívir.“ „Nesi [Hannes Þór Halldórsson] var frábær í dag. Þvílík spilamennska hjá Hannesi,“ sagði fyrirliðinn um markvörðinn sem varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta leikmanni heims. Aron Einar var að spila sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hann spilaði nær allan leikinn, var skipt út af á 76. mínútu. Hvernig er standið á fyrirliðanum? „Líkaminn er flottur. Lungun tóku smá tíma, var svolítið þurr í munninum fyrstu tíu mínúturnar. Náði að vinna mig hægt og rólega inn í leikinn og er mjög ánægður með hvernig formi ég er í.“ Ísland er komið með eitt stig í D-riðli en næsti leikur er á móti Nígeríu 22. júní. Strákarnir taka tvo daga í endurheimt og fara svo á fulla ferð að undirbúa sig fyrir þann leik. „Þetta setur tóninn en það er stórleikur eftir fimm daga á móti Nígeríu sem við þurfum að fókusa strax á því það er enn mikilvægari leikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
Twitter þegar Hannes varði: „Vil hann taki á móti barninu mínu“ Lionel Messi steig á vítapunktinn gegn Hannesi Þór Halldórssyni í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta. Íslenski leikstjórinn gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. 16. júní 2018 14:28
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10