Svona æfa menn eftir að hafa sjokkerað heiminn enn einu sinni Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 13:30 Birkir Bjarnason tók því rólega á æfingunni í morgun. Skoðaði símann sinn og tyllti sér á kælinn. Smá útilegustemmning hjá kantmanninum knáa. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar voru mættir til æfinga í Kabardinka niðri við Svartahaf í morgun klukkan 11. Reyndar allir nema þrír. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson urðu eftir á hótelinu og fór Jóhann Berg raunar í myndatöku á sjúkrahúsi til að fá nánari upplýsingar um meiðsli hans á kálfa. Leiknum í Moskvu í gær lauk klukkan sex að staðartíma. Um tveimur tímum síðar héldu þeir frá leikvanginum, út á flugvöll þaðan sem flogið var beinustu leið í suður, til Gelendzhik við Svartahaf. Þaðan er tíu mínútna akstur á fimm stjörnu hótel strákanna í Kabardinka þangað sem þeir voru komnir um hálf tólf að staðartíma. Leikmenn fegnu meðhöndlun í fluginu, þeirra á meðal Emil Hallfreðsson sem var í góðum höndum Friðriks Ellerts Jónssonar sjúkraþjálfara. Rúnar Vífill Arnarson í landsliðsnefnd KSÍ sagði leikmenn hafa verið þreytta þegar þeir komu á hótelið undir miðnætti. Þeir leikmenn sem spiluðu leikinn í gær voru í teygjuæfingum og endurheimt á æfingunni í morgun á meðan hinir leikmennirnir, varamenn sem ekkert spiluðu auk Ara Frey Skúlasonar og Rúriks Gíslasonar, sem tóku þátt í æfingunni. Þar var boðið upp á töluvert tempó, fyrst spil og svo skotæfingu.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, myndaði æfinguna í bak og fyrir.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Strákarnir okkar voru mættir til æfinga í Kabardinka niðri við Svartahaf í morgun klukkan 11. Reyndar allir nema þrír. Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson urðu eftir á hótelinu og fór Jóhann Berg raunar í myndatöku á sjúkrahúsi til að fá nánari upplýsingar um meiðsli hans á kálfa. Leiknum í Moskvu í gær lauk klukkan sex að staðartíma. Um tveimur tímum síðar héldu þeir frá leikvanginum, út á flugvöll þaðan sem flogið var beinustu leið í suður, til Gelendzhik við Svartahaf. Þaðan er tíu mínútna akstur á fimm stjörnu hótel strákanna í Kabardinka þangað sem þeir voru komnir um hálf tólf að staðartíma. Leikmenn fegnu meðhöndlun í fluginu, þeirra á meðal Emil Hallfreðsson sem var í góðum höndum Friðriks Ellerts Jónssonar sjúkraþjálfara. Rúnar Vífill Arnarson í landsliðsnefnd KSÍ sagði leikmenn hafa verið þreytta þegar þeir komu á hótelið undir miðnætti. Þeir leikmenn sem spiluðu leikinn í gær voru í teygjuæfingum og endurheimt á æfingunni í morgun á meðan hinir leikmennirnir, varamenn sem ekkert spiluðu auk Ara Frey Skúlasonar og Rúriks Gíslasonar, sem tóku þátt í æfingunni. Þar var boðið upp á töluvert tempó, fyrst spil og svo skotæfingu.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, myndaði æfinguna í bak og fyrir.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira