Bestir í Pepsi og björguðu deginum gegn Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:30 Alfreð í leiknum í gær vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018 HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira