Besta veðrið á miðvikudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júní 2018 11:00 Allir í bátana! Það er spáð 8-16 stiga hita á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert. Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert.
Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira