Faðir Hannesar grét úr stolti á leiknum: „Viss um að þeir komist í úrslit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00