Fótbolti

Kokkarnir bjóða upp á 150 kíló af mat daglega

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Strákarnir í einni af mörgum verslunarferðum sínum.
Strákarnir í einni af mörgum verslunarferðum sínum.

Hinrik Ingi Guðbjargarson og Kirill Dom Ter-Martirosov hafa nóg að gera við að elda ofan í strákana okkar í Kabardinka enda þurfa þeir að borða mikið.

Henry Birgir Gunnarsson slóst í för með þeim köppum í verslunarferð og dugði ekkert minna en tveir sendibílar til þess að ferja allan matinn á hótelið.

Strákarnir versla í stórri búð sem heitir Metro og er svipuð og Costco. Þeir þurfa reyndar að keyra heilar 50 mínútur í búðina þannig að ein verslunarferð getur tekið allt að fjóra tíma fyrir þá.

Annar þeirra fer svo með á liðinu á leikstað og fer þá tveimur dögum fyrr til þess að undirbúa komu drengjanna og fara yfir matarmálin á hótelinu. Vel skipulagt allt saman.

Hinrik Ingi sagði að með öllu væru þeir að bjóða upp á um 150 kíló af mat daglega en KSÍ-hópurinn telur um 60 manns.

Sjá má innslag um verslunarferðina hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Eins nálægt alsælu og þú kemst

Yfirleikgreinandi íslenska landsliðsins var að vonum ánægður með hvernig tókst gegn Argentínu á laugardaginn. Hann segir vinnuna, að fara yfir argentínska liðið, hafa verið umfangsmikla en hún hafi gengið vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.