Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 18:45 Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár. Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár.
Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30