Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 21:22 Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann