Álagið á bráðamóttöku eykst frekar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent