Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 17:30 Rudy Guiliani fer fyrir lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56