Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2018 17:00 Gamla sígarettuverksmiðjan er nú hin fallegasti gastropub þar sem Íslendingar ætla að hittast eftir leikinn gegn Króatíu í Rostov. Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira