Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:30 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.” Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.”
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00