Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júní 2018 20:00 Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. Versnandi afkoma í sjávarútvegi og erfið staða lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja eru meginástæður fyrir boðaðri lækkun veiðigjalda. Þá miðist veiðigjöld við afkomu sem næst rauntíma í stað þriggja ára aftur í tímann. Að sögn auðlindahagfræðings er óumdeilt að afkoma í sjávarútvegi hafi farið versnandi. „Þessi lækkun sem að er svona flöt yfir línuna hún fer þess vegna að mestu leiti til þeirra fyrirtækja sem bera hita og þunga af gjaldinu í dag, það er að segja stóru útgerðarfyrirtækjanna. Þannig að sem aðgerð til þess að létta álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki þá er þessi aðgerð nú ekki líkleg til að breyta miklu um þeirra rekstrarstöðu,” segir Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Gagnrýnt hefur verið að á sama tíma og útgerðarfyrirtækin lýsi áhyggjum af erfiðu árferði, greiði þau háar arðgreiðslur og verji miklu í fjárfestingar. Sé litið til fjögurra af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins, HB Granda, Brim, Samherja og Ísfélags Vestmannaeyja, hefur HB Grandi greitt út mestan arð síðastliðin tvö ár. Brim greiddi út 295 milljónir vegna ársins 2016 en umfram það hafa stjórnir fyrirtækjanna fjögurra ýmist ákveðið að greiða ekki út arð eða ákvörðun um það ekki enn verið tekin. „Án arðgreiðslna eða án þess að fjárfestingarnar skili arði, myndi enginn vera tilbúinn að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum og það er nú varla það sem fóll vill,” segir Daði. Aftur á móti sé það önnur spurning hvort arðgreiðslur í sjávarútvegi séu óeðlilega mikið meiri en í öðrum atvinnugreinum. Það sama geti átt við um fjárfestingar. „Þegar þú ræðst í fjárfestingu þá gerir þú það ekkert endilega bara þegar árar vel, heldur er það til lengri tíma og þá ertu að hugsa um framtíðina.” Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. Versnandi afkoma í sjávarútvegi og erfið staða lítilla og meðalstórra sjávarútvegsfyrirtækja eru meginástæður fyrir boðaðri lækkun veiðigjalda. Þá miðist veiðigjöld við afkomu sem næst rauntíma í stað þriggja ára aftur í tímann. Að sögn auðlindahagfræðings er óumdeilt að afkoma í sjávarútvegi hafi farið versnandi. „Þessi lækkun sem að er svona flöt yfir línuna hún fer þess vegna að mestu leiti til þeirra fyrirtækja sem bera hita og þunga af gjaldinu í dag, það er að segja stóru útgerðarfyrirtækjanna. Þannig að sem aðgerð til þess að létta álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki þá er þessi aðgerð nú ekki líkleg til að breyta miklu um þeirra rekstrarstöðu,” segir Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Gagnrýnt hefur verið að á sama tíma og útgerðarfyrirtækin lýsi áhyggjum af erfiðu árferði, greiði þau háar arðgreiðslur og verji miklu í fjárfestingar. Sé litið til fjögurra af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins, HB Granda, Brim, Samherja og Ísfélags Vestmannaeyja, hefur HB Grandi greitt út mestan arð síðastliðin tvö ár. Brim greiddi út 295 milljónir vegna ársins 2016 en umfram það hafa stjórnir fyrirtækjanna fjögurra ýmist ákveðið að greiða ekki út arð eða ákvörðun um það ekki enn verið tekin. „Án arðgreiðslna eða án þess að fjárfestingarnar skili arði, myndi enginn vera tilbúinn að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum og það er nú varla það sem fóll vill,” segir Daði. Aftur á móti sé það önnur spurning hvort arðgreiðslur í sjávarútvegi séu óeðlilega mikið meiri en í öðrum atvinnugreinum. Það sama geti átt við um fjárfestingar. „Þegar þú ræðst í fjárfestingu þá gerir þú það ekkert endilega bara þegar árar vel, heldur er það til lengri tíma og þá ertu að hugsa um framtíðina.”
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30
„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00