Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Katrín segir að taka verði mið af því að afkoma í sjávarútvegsgeiranum hafi farið versnandi Vísir/Sigtryggur „Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19