Innlent

Tvennt enn á gjörgæslu eftir slysið á Kjalarnesi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir

Tvennt er enn á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabíls. Ökumaður fólksbílsins, erlendur karlmaður á fertugsaldri, lést en kona og átta börn voru í hópferðabílnum.

Þau voru öll flutt á Landspítalann en fjögur voru í fyrstu lögð inn á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa sjö af þeim sem voru í hópferðabílnum verið útskrifuð af Landspítalanum en tvennt er enn á gjörgæslu.

Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins til fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn.

Tildrög slyssins eru ókunn og óskar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í gær en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.