Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira
Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34