Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 10:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira