Birkir: Ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 22:41 Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31
Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35
Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10