Fótbolti

Sjáðu strákinn hans Cristiano Ronaldo fylla pabba sinn af stolti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og sonur hans Cristianinho.
Cristiano Ronaldo og sonur hans Cristianinho. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo er á leiðinni á HM í fótbolta með portúgalska landsliðinu þar sem hann reynir að vinna eina stóra tititlinn sem hann á eftir vinna á sigursælum ferli sínum.

Ronaldo virkaði mjög afslappaður eftir leik Portúgals og Alsír í gærkvöldi þar sem Portúgal vann 3-0 sigur. Ronaldo skoraði ekki í leiknum en lagði upp eitt mark.

Eftir leikinn voru Ronaldo og strákurinn hans að leika sér á vellinum og áhorfendur fengu því smá bónussýningu í leikslok.

Cristiano Ronaldo yngri er með gælunafnið Cristianinho en hann er ennþá bara sjö ára gamall.

Cristianinho sýndi þarna flott tilþrif við mikinn fögnuð stuðningsmanna portúgalska landsliðsins en leikurinn fór fram Leikvangi Ljóssins í Lissabon.

Það var ekki síður gaman að sjá Cristiano Ronaldo eldri vera augljóslega mjög stoltan af tilþrifum stráksins.

Ef Cristianinho er farinn að skora svona mörk sjö ára gamall þá má búast við miklu af honum í framtíðinni.

Leikur þeirra feðga náðist á myndband eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er tekið af Twitter-síðu portúgalska landsliðsins.  










Fleiri fréttir

Sjá meira


×